Heiðursfélagar
Baldur Björnsson
Baldur vann ötult starf fyrir Ungmennafélagið Leikni allt frá stofnun félagsins árið 1940 og fram undir 1990.
Hann var sæmdur titli heiðursfélaga Leiknis fyrstur manna árið 1995.
Sigurður Haraldsson
Sigurður er margfaldur Íslands-, Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistari í frjálsíþróttum.
Keppnisferill hans á alþjóðavettvangi hófst ekki fyrr en eftir sjötugt, að liðnu fjörutíu ára hléi frá íþróttaiðkun.
Hann ólst upp á Fáskrúðsfirði og hefur alla tíð keppt undir merkjum Leiknis.
Sigurður var sæmdur titli heiðursfélaga árið 2005.
Steinn Björgvin Jónasson
Allt frá árinu 1975 hefur þessi skemmtilega blanda af Breiðdælingi og Fáskrúðsfirðingi starfað af krafti fyrir Ungmennafélagið Leikni. Steinn Björgvin var meðal annars einn af meðlimum knattspyrnuliðsins sem komu Leikni upp í þriðju deild fyrir rétt um fjörtíu árum síðan.
Steinn Björgvin sinnti stöðu formanns félagsins frá árinu #### til ársins ####.
Þessi ósérhlífni öðlingur var sæmdur titli heiðursfélaga árið 2023.
